Skip Navigation LinksFréttir

18. júní. 2017 10:20

Góður árangur hjá unglingum GL á GSÍ mótum helgarinnar

Unglingar úr Golfklúbbnum Leyni gerðu flotta hluti á GSÍ mótum sem fram fóru um helgina. 

 

Axel Fannar tók þátt í Íslandsmótinu í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík og endaði Axel Fannar í þriðja sæti eftir bráða bana við Birgir Björn GK.

 

Ungir kylfingar Leynis fjölmenntu einnig á Áskorendamótaröðina sem fram fór á Gufudalsvelli Hveragerði. 

 

Atli Teitur vann sinn flokk 15-18 ára,  Ingimar Elvar endaði í þriðja sæti í sínum flokk piltar 14 ára og yngri, Bára Valdís vann sinn flokk stúlkur 15-18 ára, og Kristín Vala vann sinn flokk stúlkur 14 ára og yngri.  Leynir átti ellefu fulltrúa og fjóra sem enduðu í verðlaunasæti. 

 

Golfklúbburinn Leynir óskar ungum og efnilegum kylfingum GL til hamingju með árangurinn.

Senda á Facebook