Skip Navigation LinksFréttir

04. október. 2017 07:40

Partý - "Kveðjum skálann okkar"

Stjórn Leynis í samráði við veitingamanninn okkar hann Steina hafa ákveðið að halda eitt gott partý fyrir félagsmenn og maka þeirra í kjölfar Bændaglímu.

Næstkomandi laugardag þann 7. október kl. 19:30 munum við koma saman í skálanum okkar til þess að kveðja hann í ljósi framkvæmda á komandi mánuðum.  Nýtum tækifærið til að koma saman og hafa gaman.

Fyrir hófstillt verð verða hamborgarar í boði og barinn opinn.  Tónlist á fóninum og góður félagsskapur.

Við hvetjum alla til þess að mæta á svæðið, borða góðan mat og eiga skemmtilega kvöld stund saman.

Skráning á netfanginu 19holanakranesi@gmail.com og einnig í síma 863-5793.

Stjórn Leynis. 

Senda á Facebook
Golfklúbburinn Leynir er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ
1x2
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands
Félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ
Akraneskaupstaður
Lottó
Nepal