Skip Navigation LinksFréttir

05. október. 2018 11:32

Haustið skellur á - ástand vallar

Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi nú þegar haustar og veður er síbreytilegt.

Undirbúningur Garðavallar fyrir veturinn.

- Slegnar hafa verið vetrarflatir á seinni 9 holum Garðavallar (10.-18.) og tekin hola á þeim.

- Félagsmenn og kylfingar eru vinsamlegast beðnir að hlífa vetrarflötunum fyrir umferð og alls ekki slá af þessum svæðum. 

- Fært verður inn á vetrarflatir þegar veður gefur tilefni til.  Holum 1.-9. verður lokað í vetur. 

- Allar hrífur hafa verið teknar úr sandglompum á Garðavelli og eru kylfingar beðnir um að slá ekki upp úr glompum til að koma megi í veg fyrir óþarfa sandaustur inn á flatir.

Lokun vegna næturfrosts.

- Garðavöllur verður lokaður frameftir morgni laugardaginn 6. október vegna næturfrosts. Gera má fyrir að lokað verði til kl. 10.00 og jafnvel lengur.

- Skilti eru uppi við fyrsta teig þangað til golfvöllurinn opnar. Félagsmenn eru beðnir að fara ekki af stað á 10. teig nema þeir hafi gengið úr skugga um að lokun vallar hafi verið aflétt.

Með von um góða umgengni um Garðavöll

Brynjar Sæmundsson

Vallarstjóri Garðavallar

6. október 2018

Senda á Facebook